Í dag hefst munnlegur málflutningur í Icesave-málinu fyrir EFTA dómstólnum. Málið verður flutt í húsnæði verslunarráðs Lúxemborgar en húsnæði dómstólsins þykir ekki nógu stórt.

Málflutningur hefst klukkan átta að íslenskum tíma. Búist er við að hann taki um fjóra til fimm tíma.

Haft er eftir Skúla Magnússyni, fyrrum ritara við dómstólinn, á fréttavef RÚV að hann telja að dómur verði kveðinn upp eftir um þrjá mánuði.