Lánasjóður sveitafélaga skilaði 1.162 milljóna tekjuafgangi á fyrstu sex mánuðum ársins. Um er að ræða nánast tvöföldun frá sama tímabili í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu lánasjóðsins til Kauphallarinnar.

Hlutverk lánasjóðsins er að tryggja sveitarfélögum og stofnunum þeirra hagstætt lánsfé til verkefna sem hafa almenna efnahagslega þýðingu. Útlán sjóðsins sem eru fjármögnuð með eigin fé eru verðtryggð . Verðbólga hefur því jákvæð áhrif á afkomu sjóðsins.

Samþykktar lánveitingar á fyrri hluta ársins 2008 voru 10,5 milljarðar króna., en útborguð langtímalán voru 6,3 milljarðar. Vanskil eru engine, og hefur sjóðurinn ekki tapað útláni frá því að hann hóf starfsemi árið 1967. Vaxandi eftirspurn er eftir þjónustu sjóðsins.