Tekjuafkoma hins opinbera var neikvæð um 18,5 milljarða árið 2015 eða 0,8% af landsframleiðslu. Árið 2014 var afkoman neikvæð um 1,2 milljarða króna eða 0,1% af landsframleiðslu. Þetta kemur fram í gögnum Hagstofunnar.

Tekjur hins opinbera námu um 931 milljarði og jukust um 2,6% milli ára. Það nemur um 42,1% sem hlutfall af landsframleiðslu samanborið við 45,2% árið 2014.

Útgjöld hins opinbera námu 949 milljörðum króna 2015 eða 4,5% meiri en árið 2014. Hlutfall þeirra af landsframleiðslu fór úr 45,3% í 42,9%.

„Samkvæmt áætlun áætlun út frá greiðslutölum voru peningalegar eignir hins opinbera 51,6% af landsframleiðslu í árslok 2015 meðal áætlað er að heildarskuldir hins opinbera hafi verið 99,7%. Er þetta fjórða árið í röð þar sem hlutfall skulda hins opinbera fer lækkandi“ segir í frétt frá Hagstofunni.