Tekjuafkoma hins opinbera var neikvæð um 8,4 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi. Þetta er sex milljörðum betri niðurstaða en á sama tíma í fyrra, samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar um fjármál hins opinbera. Á fyrstu níu mánuðum ársins var tekjuafkoma hins opinbera neikvæð um 29 milljarða króna eða 2,3% af landsframleiðslu. Þetta er talsverð breyting á milli ára en á fyrstu mánuðum síðasta árs var tekjuafkoma hins opinbera neikvæð um 46 milljarða króna eða sem nemur 3,8% af landsframleiðslu.

Tekjuhallinn nam 1,9% af landsframleiðslu á þessu þriggja mánaða tímabili og 4,5% af tekjum hins opinbera.