Tekjuafkoma hins opinbera var jákvæð um 12,9 milljarða króna á öðrum ársfjórðungi ársins 2017. Tekjuafgangurinn nam 2,1% af landsframleiðslu ársfjórðungsins eða 4,8% af tekjum hins opinbera.

Til samanburðar nam tekjuafgangurinn 2,2% af landsframleiðslu ársfjórðungsins á sama tíma árið 2016. Fyrstu 6 mánuði ársins nam afkoman 35,0 milljörðum króna eða sem nemur 6,5% af tekjum tímabilsins að því er kemur fram í frétt Hagstofu Íslands.