Á síðasta ári jukust ráðstöfunartekjur heimilanna hér á landi um 10,2% frá fyrra ári, meðan ráðstöfunartekjur á mann jukust um 8,7% á milli ára. Kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann jókst svo um 6,9% að því er Hagstofan greinir frá.

Heildartekjur heimilanna jukust um 11,1% frá fyrra ári, en þar af jukust heildarlaunatekjur um 11,6%, eignatekjur um 16,8% og rekstrarafgangur einstaklingsfyrirtækja um 10,4%.

Heildartilfærslutækjur jukust svo um 7,4% milli ára en heildareigna- og tilfærsluútgjöld jukust um 12,4% á milli ára. Þar af jukust eignaútgjöld um 5,9% og tilfærsluútgjöld um 13,3%.