Þegar horft er til skuldsettra hópa sem skulda yfir 300% af ráðstöfunartekjum sést mikil breyting á árunum 1995-2011. Tekjulægsti hópurinn var hlutfallslega mest skuldsettur árið 1995 en árið 2011 var næst tekjuhæsti hópurinn mest skuldsettur.

Þetta kemur fram í riti Seðlabanka Íslands um fjármálastöðugleika sem kom út í dag.

VB Sjónvarp ræddi við Sigríði Benediktsdóttur, framkvæmdastjóra fjármálastöðugleikasviðs.