Konur sem misstu vinnuna í hruninu léttust á meðan þær sem héldu vinnunni þyngdust. Þá þyngdust menn sem héldu vinnunni í hruninu töluvert á meðan þyngd þeirra sem misstu vinnuna stóð í stað. Er þetta meðal niðurstaðna í rannsókn þeirra Tinnu Laufeyjar Ásgeirsdóttur, lektors við hagfræðideild HÍ, og Sifjar Jónsdóttur heilsuhagfræðings. Þær rannsökuðu holdafar Íslendinga fyrir og eftir hrunið. Bein tengsl eru á milli tekna og þyngdaraukningar hjá körlum.

„Fyrri rannsóknir hafa sýnt að fólk sem missir vinnuna þyngist. Þetta hefur verið erfitt að samrýma öðrum rannsóknum sem hafa sýnt að á tímum kreppu, þegar margir missa vinnuna, þá léttist fólk að jafnaði. Þess vegna vildum við skoða þyngdartap vegna atvinnumissis í kreppu,“ segir Tinna Laufey við Viðskiptablaðið.

Þá er áhugavert að einnar milljónar króna aukning í fjölskyldutekjum olli því að meðalkarlmaður þyngdist um 1,33 kíló, en aukningin var smávægileg hjá konum, eða 0,13 kíló.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Á meðal efnis í blaðinu er:

  • Einkaaðilar eltast við tryggingasvikara
  • Ekkert varð af lækkun lúkningargjalda farsímafyrirtækja
  • Skuldarar bíða afgreiðslu
  • Aga skortir í rekstri ríkis og ríkisstofnana
  • Hvernig eru fjárfestar að taka Bitcoin sjóði Winklevoss bræðra?
  • Valdabarátta hefur fylgt erfiðleikum í rekstri Umami
  • Í ársskýrslu FME um lífeyrissjóðina er að finna bjarta og dökka bletti
  • Úttekt á fjármögnun fyrirtækja á menningarviðburðum fyrir og eftir hrun
  • Bræðurnir Pétur Alan og Friðrik Guðmundssynir, kaupmenn í Melabúðinni, ræða reksturinn, samkeppnina við stóru keðjurnar og galdurinn á bak við vinsældir Melabúðarinnar í ítarlegu viðtali
  • Skemmtilegasti vinnustaður á Íslandi - í samstæðum brennógalla
  • Stórstjörnurnar snúa aftur
  • Nærmynd af Kristínu Þ. Flygenring sem sat í rannsóknarnefnd um Íbúðalánasjóð
  • Huginn & Muninn eru á sínum stað auk Týs sem tjáir sig um nýja sjónvarpsstöð Rúv
  • Óðinn skrifar um vanda lífeyrissjóðanna, sérstaklega þá opinberu
  • Þá eru í blaðinu myndasíður, pistlar og margt, margt fleira