Flugstjórar og flugumferðarstjórar raða sér í efstu sætin yfir tekjuhæsta fólkið í fluggeiranum hér á landi. Efstur á listanum er Jóhann Jón Þórisson flugmaður hjá Atlanta, en laun hans námu um 3.220.000 krónum á mánuði.

Þetta er á meðal þess sem fram kemur í tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út á föstudag. Í blaðinu má finna upplýsingar um tekjur tæplega 4.000 Íslendinga.

Næstir á eftir honum komu Hilmar Baldursson flugmaður og flugrekstrarstjóri hjá Icelandair og svo koma fjórir flugumferðarstjórar í röð, Gunnlaugur Guðmundsson, Hallgrímur N. Sigurðsson, Helgi Björnsson og Leifur Hákonarson.

Tíu tekjuhæsta flugfólkið árið 2017:

  • 1. Jóhann Jón Þórisson flugmaður hjá Atlanta var með um 3.220.000 kr. á mánuði
  • 2. Hilmar Baldursson flugstjóri og flugrekstrarstjóri hjá Icelandair var með um 3.106.000 kr. á mánuði
  • 3. Gunnlaugur Guðmundsson flugumferðarstjóri var með um 3.069.000 kr. á mánuði
  • 4. Hallgrímur N. Sigurðsson flugumferðarstjóri var með um 2.956 kr. á mánuði
  • 5. Helgi BJörnsson flugumferðarstjóri var með um 2.877.000 kr. á mánuði
  • 6. Leifur Hákonarson flugumferðarstjóro var með um 2.790.000 kr. á mánuði
  • 7. Þórhallur Haukur Reynisson flugstjóri hjá Icelandair var með um 2.770.000 kr. á mánuði
  • 8. Franz loder flugstjóri hjá Icelandair var með um 2.689.000 kr. á mánuði
  • 9. Baldvin Birgisson þjálfunarflugstjóri hjá Icelandair var með um 2.640.000 kr. á mánuði
  • 10. Haraldur Baldursson flugstjóri var með um 2.633.000 kr. á mánuði.

Útreikningar Frjálsrar verslunar byggja á útsvarsskyldum tekjur á árinu 2017 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga.

Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna starfa á fyrri ára. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá. Í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, t.d. af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði.

Nánar má lesa um málið í Tekjublaðinu, nýjasta tölublaði Frjálsrar verslunar og Viðskiptablaðsins. Hægt er að óska eftir áskrift að Frjálsri verslun með því að senda tölvupóst á netfangið [email protected].