*

fimmtudagur, 2. desember 2021
Frjáls verslun 1. júní 2018 10:37

Gunnar tekjuhæsti íþróttamaður ársins 2017

Gunnar Nelson var tekjuhæsti íþróttamaður þjóðarinnar árið 2017 samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar.

Ritstjórn
Gunnar Nelson, bardagaíþróttmaður úr Mjölni.
Haraldur Guðjónsson

Gunnar Nelson, bardagaíþróttamaður úr Mjölni, er tekjuhæsti íþróttamaður landsins. Tekjur hans námu að jafnaði rúmri 1,5 milljón króna á mánuði samkvæmt álagningarskrám ríkisskattstjóra.  Þetta er á meðal þess sem fram kemur í tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í dag. Í blaðinu má finna upplýsingar um tekjur tæplega 4.000 Íslendinga.

Knattspyrnumaðurinn Baldur Sigurðsson, sem spilar knattspyrnu með Stjörnunni í Pepsi deild karla er næstur á eftir Gunnari, en tekjur hans námu að jafnaði tæpri 1,4 milljón króna. Lista yfir tíu tekjuhæstu íþróttamenn og þjálfara má finna hér að neðan.

Tíu tekjuhæstu íþróttamenn og þjálfarar árið 2017

  1. Gunnar Nelson, bardagaíþróttam. 1.535
  2. Baldur Sigurðsson, knattspyrnum. í Stjörnunni 1.396
  3. Reynir Leósson, knattspyrnusérfr. Stöð 2 1.222
  4. Heimir Hallgrímsson, landsliðsþj., tannlæknir 1.152
  5. Guðrún Inga Sívertsen, varaform. KSÍ 1.146
  6. Klara Bjartmarz, frkvstj. KSÍ 1.125
  7. Heimir Guðjónsson, þj. HB í Færeyjum 1.122
  8. Líney Rut Halldórsdóttir, frkvstj. ÍSÍ 1.116
  9. Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþj. karla U21. KSÍ 1.066
  10. Hjörvar Hafliðason, knattspyrnusérfr. Stöð 2 1.053

Útreikningar Frjálsrar verslunar byggja á útsvarsskyldum tekjur á árinu 2017 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna starfa á fyrri ára. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá. Í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, t.d. af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði.