Tekjuhalli Landspítala - háskólasjúkrahúss á fyrri hluta ársins nam 477 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins, samanborið við 78 milljón krónu tekjuhalla á sama tíma í fyrra, segir í tilkynningu LSH.

Rekstrarkostnaður LSH á fyrri helmingi ársins nam 15.431 milljónum króna.

Launagjöld eru sem fyrr stærsti kostnaðarliðurinn eða um 68% og eru þau 3,9% umfram rekstraráætlun, segir í tilkynningunni.

Óstöðugleiki í efnahagslífinu hér á landi það sem af er ári hefur verið erfiður fyrir rekstur. Verðlags- og launaþróun hefur verið allt önnur og er helsta ástæðan almenn þensla í landinu og óhagstæð gengisþróun sem leitt hefur til mun meiri kostnaðarhækkana en gert var ráð fyrir í fjárlögum ársins, segir í tilkynningunni.