Ríkisskattstjóri hefur lokið við álagningu opinberra gjalda á einstaklinga. Jafnframt hefur ríkisskattstjóri tekið saman lista yfir þá 60 einstaklinga sem greiða hvað hæstan skatt.

Efsta sæti listans skipar Guðbjörg Matthíasdóttir í Vestmannaeyjum en hún greiðir tæpar 343 milljónir. Í öðru sæti er Ingi Guðjónsson í Kópavogi en hann greiðir rúmar 198 milljónir í skatt.

Framteljendum á skattagrunnskrá fækkaði nú í fyrsta sinn í langan tíma. Laun og hlunnindi drógust saman um rúma 38 milljarða króna frá síðasta ári en atvinnuleysisbætur hækkuðu hins vegar um 16,7 milljarða króna. Þá nýttu tæplega 40 þúsund einstaklingar sér sérstakan rétt til að taka út séreignarlífeyrissparnað. Þessar staðreyndir þykja vera til marks um þær breytingar sem hafa átt sér stað í íslensku efnahagslífi.

Listi yfir 20 tekjuhæstu einstaklingana:

1. Guðbjörg M. Matthíasdóttir    342.679.024 kr.

2. Ingi Guðjónsson                     197.416.281 kr.

3. Þorsteinn Hjaltested              119.698.507 kr.

4. Katrín Þorvaldsdóttir               115.717.819 kr.

5. Geirmundur Kristinsson          99.537.485 kr.

6. Lilja Össurardóttir                     92.585.066 kr.

7. Bjarni Össurarson Rafnar       82.384.964 kr.

8. Helgi V. Jónsson                       75.493.847 kr.

9.  Árni Pétur Jónsson                  70.906.044 kr.

10. Sigurður Sigurgeirsson         67.373.485 kr.

11. Ívar Daníelsson                       65.406.892 kr.

12. Kári Stefánsson                      65.316.734 kr.

13. Magnús Jónsson                    60.501.136 kr.

14. Lárus Welding                         57.329.037 kr.

15. Bjarni Ármannsson                55.703.433 kr.

16. Óttar Pálsson                          55.298.506 kr.

17. Gunnar Halldór Sverrisson  54.490.548 kr.

18. Sverrir Sigfússon                    54.144.126 kr.

19. Steinunn Jónsdóttir                53.478.485 kr.

20. Andri Már Ingólfsson              52.587.527 kr.