Af­koma Acta­vis plc., móður­fé­lags Acta­vis á Íslandi, jukust um 34% á milli ára á öðrum árs­fjórðungi. Þessu greinir mbl.is frá.

Tekjur fóru fram úr von­um sér­fræðinga og námu 2,67 millj­örðum Banda­ríkja­dala, sam­an­borið við 1,99 millj­arða Banda­ríkja­dala á sama tíma­bili árið 2013. Ef ekki er tekið tillit til einskiptisliða hækkaði hagnaður á hlut í fyrirtækinu í 3,42 dollara sam­an­borið við 2,01 dollara á sama tíma­bili í fyrra.

Hagnaður fyr­ir fjár­magnsliði, skatta og af­skrift­ir (EBITDA) nam 862 millj­ón­um dala á öðrum ársfjórðungi 2014 sam­an­borið við 474,5 millj­ón­ir dollara 2013. Á sama tíma numu hald­bært fé og markaðsbréf 469,5 millj­ón­um dollara.

Tekjur Actavis hafa aukist á síðustu tveimur ársfjórðungum. Paul Bisari, stjórnarformaður Actavis, sagði í samtali við Wall Street Journal að gott gengi félagsins væri meðal annars vegna vel heppnaðrar yfirtöku á bandaríska lyfjafyrirtækinu For­est La­boratories í febrúar.