Seldir voru 1.369.901 miðar fyrir 1.484.362.247 krónur í kvikmyndahús á Íslandi í fyrra. Bíógestum fækkaði um  4% á milli ára en heildartekjur lækkuðu einnig um 2% miðað við árið 2012.

Bandarískar kvikmyndir nutu mikilla vinsælda á árinu, eins og oft áður, en að þessu sinni voru allar myndirnar í efstu 20 sætum þaðan. The Hobbit: An Unexpected Journey trónir í efsta sæti á undan þriðju myndinni um Iron Man sem er í öðru sæti rétt á undan öðrum hluta ævintýrisins um Hobbit: Desolation of Smaug.

Hasarmyndin 2 Guns, sem leikstýrð er af Baltasar Kormáki, er í áttunda sæti en engin íslensk mynd er á listanum. Hross í oss er efst íslenskra mynda, en hún lenti í 24. sæti.