Tekjur af erlendum ferðamönnum eru áætlaðar í kringum 155 milljarðar árið 2009 samkvæmt tölum sem Ferðamálastofnun hefur gefið út. Er það 21% raunaukningu frá árinu áður. Hlutdeild ferðaþjónustunnar í heildarútflugningstekjum hefur að jafnaði verið tæp 18% síðustu árin. Segir Ferðamálastofnun að ferðaþjónusta sé því ein af stærstu gjaldeyrisskapandi greinum þjóðarinnar.

„Ferðamönnum hefur fjölgað um 6,8% milli ára að jafnaði síðastliðin tíu ár og ef fram heldur sem horfir má búast við einni milljón erlendra gesta til Íslands árið 2020. Til að tryggja áframhaldandi vöxt og velgengni íslenskrar ferðaþjónustu þarf að búa vel í haginn til að ferðaþjónusta geti þróast í sátt við land og þjóð," segir á vef Ferðamálastofnunar. Í fyrra komu tæplega 500 þúsund erlendir ferðamenn til landsins.