Niðurstöður úttektar sem unnin var af Hagfræðistofnun Háskóla Íslands fyrir Landssamband veiðifélagagefa til kynna að stangaveiðin leggi mun meira til þjóðarbúsins en áður hefur verið ætlað. Bein, óbein og afleidd áhrif stangaveiði innlendra og erlendra veiðimanna eru áætluð á bilinu 7,8?9,1 milljarðar kr. á ári. Þar af er gert ráð fyrir að sölu- og leigutekjur veiðifélaganna séu á bilinu 868?961 milljónir kr. og að viðbótartekjur leigutaka séu á bilinu 173?228 milljónir kr. á ári. Útgjöld innlendra veiðimanna til neyslu á innlendri vöru eða þjónustu eru metin á bilinu 501?543 milljónir kr. á ári og útgjöld erlendra stangveiðimanna á bilinu 201?403 milljónir kr. Samtals eru því beinu áhrifin talin vera á bilinu 1,7?2,1 milljarðar kr á ári.

Óbein og afleidd áhrif eru talin vera 6,1?7 milljarðar kr. á ári. Af þessum niðurstöðum má ráða að tekjur veiðifélaga og leigutaka séu aðeins lítill hluti af þeim efnahagslegu umsvifum sem lax- og silungsveiði á stöng á Íslandi hafa í för með sér, eða um 13%.

Markmið þessarar skýrslu er að skoða stanga- og netaveiði á Íslandi út frá hagrænu sjónarmiði. Í því felst að meta þau efnahagslegu umsvif í hagkerfinu sem rekja má til stangaveiða. Í skýrslunni er því leitast við að leggja mat á tekjur veiðiréttarhafa sem og leigutaka og reynt að varpa ljósi á áhrif þeirra á aðra starfsemi í hagkerfinu, auk þess sem fjallað er sérstaklega um efnahagsleg áhrif erlendra og innlendra stangaveiðimanna á íslenska hagkerfið.