Tekjur af starfsemi Actavis í Búlgaríu á þriðja ársfjórðungi jukust um 14,5% og námu tæpum 14 milljónum evra (1,01 milljarður íslenskra króna), segir í tilkynningu Actavis til fjölmiðla í Búlgaríu.

Actavis segir að aukninguna megi rekja til söluaukningar á söluhæstu lyfjum félagsins. ?Vöxtinn er tilkominn vegna aukinnar sölu á söluhæstu lyfjunum okkar ? Tercef, Dehydratin Neo og Isodinit," segir í tilkynningu frá Actavis.

Sölutekjur Actavis í Búlgaríu jukust um 8,4% á fyrstu níu mánuðum ársins og voru 38 milljónir evra (2,74 milljarðar íslenskra króna).

Actavis, sem á meirihluta í þremur lyfjaverksmiðjum í Búlgaríu, var með rúmlega 12,5% markaðshlutdeild á búlgarska markaðnum í fyrra.

Félagið keypti búlgarska lyfjadreifingarfyrirtækið Higa, sem er eitt af stærstu lyfjadreifingarfyrirtækjunum í Búlgaríu, fyrr á þessu ári. Acatavis áæltar að kaupin munu auku heildartekjur Actavis-samstæðunnar um 100 milljónir evra á næsta ári, eða um rúmlega sjö milljarða íslenskra króna.