*

mánudagur, 13. júlí 2020
Erlent 16. ágúst 2019 07:50

Tekjur Alibaba jukust um 42%

Hagnaður Alibaba var þrefalt hærri á öðrum ársfjórðungi en á sama tímabili í fyrra.

Ritstjórn
european pressphoto agency

Kínverska stórfyrirtækið Alibaba Group hagnaðist um 3,1 milljarða dollar á öðrum ársfjórðungi þessa árs en fyrirtækið birti uppgjör sitt fyrir tímabilið í gær. Jókst hagnaður félagins um ríflega 350% frá sama tímabili í fyrra. 

Tekjur fyrirtækisins á tímabilinu námu 16,74 milljónum dollara og jukust um 42% milli ára. Þá jóskt notendafjöldi á markaðstorgum fyrirtækisins um 20 milljónir frá því í lok mars en þeir voru 674 milljónir í lok júnímánaðar. 

Fjárfestar tóku vel í uppgjör Alibaba og hækkuðu bréf þess um tæplega 5% við opnun markaða í gær en hækkunin gaf þó eftir þegar líða tók á daginn. 

Stikkorð: Alibaba