Tæknifyrirtækið Apple greindi frá því í gær að tekjur félagsins hefðu dregist saman í fyrsta skipti í 13 ár.

Í af­komu­til­kynn­ingu félagsins kemur fram sölu­tekj­ur Apple hafi lækkað sem nemur 13% á öðrum árs­fjórðungi. Fyrirtækið seldi 51,2 milljónir iPhone síma á tímabilin sem er töluverður samdráttur í sölu frá sama tímabili fyrir ári þegar fyrirtækið seldi 61,2 milljónir tækja.

Samdráttur í sölu fyrirtækisins í Kína hefur reynst fyrirtækinu sérstaklega þungbær, en salan minnkaði um heil 26% á svæðinu. Þá hefur styrking bandaríkjadollara einnig haft slæm áhrif.

Hlutabréf Apple lækkuðu um 8% í viðskiptum eftir lokun markaða í gær í kjölfarið af fréttunum. Hlutabréfin hafa því fallið um 20% síðustu tólf mánuði. Apple spá­ir 41 til 43 millj­arða doll­ara sölu­tekj­um á þess­um árs­fjórðungi en það er tölu­vert und­ir spám grein­ing­araðila.