*

þriðjudagur, 21. janúar 2020
Innlent 25. ágúst 2019 14:43

Tekjur Atlantsolíu jukust um 18%

Hagnaður Atlantsolía nam 234 milljónum króna samkvæmt ársreikningi síðasta árs.

Ritstjórn
Guðrún Ragna Garðarsdóttir er framkvæmdastjóri samstæðu Atlantsolíu.
Birgir Ísl. Gunnarsson

Hagnaður Atlantsolíu ehf. nam 234 milljónum króna á síðasta ári samanborið við 90 milljóna króna hagnað árið 2017. Rekstrartekjur jukust talsvert milli ára og voru 4.928 milljónir króna miðað við 4.182 milljónir króna árið 2017. Rekstrarhagnaður nam 350 milljónum króna í fyrra en 194 milljónir árið á undan. 

Samkvæmt efnahagsreikningi námu eignir samstæðunnar 4.229 milljónum króna í lok ársins og eigið fé var 1.164 milljónir króna. Eiginfjárhlutfall samstæðunnar var 27,5% í lok síðasta árs.

Stikkorð: Ragna Guðrún Guðrúnsdóttir