*

þriðjudagur, 18. júní 2019
Innlent 28. maí 2015 14:22

Tekjur Auðlindagarðsins 23 milljarðar árið 2016

Í Auðlindagarðinum starfa um 500 manns og ætla má að önnur 600 störf verði til vegna starfseminnar.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Áætla má að heildartekjur Auðlindagarðsins muni nema 23 milljörðum árið 2016 en árið 2013 námu tekjur hans 20,5 milljörðum króna.Þá er miðað við að efnahagsleg þróun innanlands verði með svipuðum hætti og verið hefur síðan 2011. Bróðurpartur framleiðslu Auðlindagarðsins fer á erlendan markað. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu GAMMA ráðgjafar og efnahagsleg og samfélagsleg áhrif Auðlindagarðsins.

„Frá árinu 2009 hafa lágt raungengi og hagstæðar aðstæður til atvinnureksturs í útflutningi stutt við hraðan vöxt fyrirtækjanna. Árið 2013 námu tekjur Auðlindagarðsins um 20,5 milljörðum, eða um 1% af vergri landsframleiðslu. Á árunum 2008-2013 jókst virðisauki innan Auðlindagarðsins um rúmlega 21%. Á sama tímabili dróst verg landsframleiðsla saman um tæplega 1,7%. Af því má ráða að verðmætasköpun innan Auðlindagarðsins hafi verið umtalsvert meiri en sem nemur verðmætasköpun þjóðarbúsins á sama tímabili,“ segir í skýrslu GAMMA

Auðlindagarðurinn hefur byggst upp í grennd við jarðvarmaver HS Orku á Suðurnesjum og eru ekki dæmi um svipaða uppbyggingu svo vitað sé til. Unnið er eftir því markmiði að þetta sé samfélag án sóunar. Í Auðlindagarðinum er níu fyrirtæki, þar af eru HS Orka og Bláa lónið þau stærstu. Fjallað var um Auðlindagarðinn á fundi í Hörpu í morgun þar sem Friðrik Már Baldursson hagfræðingur kynnti skýrsluna. Þar var Albert Albertsson, hugmyndasmiður að Auðlindagarðinum, einnig heiðraður. Kristín Vala Matthíasdóttir, framkvæmdastjóri Auðlindagarðs HS Orku, og Ása Brynjólfsdóttir, rannsókna- og þróunarstjóri Bláa lónsins, kynntu einnig starfsemina í Auðlindagarðinum.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is