Tekjur ríkissjóðs hafa aukist um 16 milljarða og skattstofnar hafa tekið við sér umfram væntingar. Þetta kemur fram í samtali mbl.is við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra en hann kom á fund fjárlaganefndar í dag til að kynna uppfærða tekjuáætlun.

„Það sem við sjá­um að ger­ist hjá okk­ur er tekj­un­ar eru að aukast um rúm­lega 16 millj­arða og þannig skap­ast enn frek­ar svig­rúm fyr­ir skuldaaðgerðirn­ar og niðurstaðan er þá sú að þrátt fyr­ir að skuldaaðgerðir verði tekn­ar inn í fjár­aukafrum­varpið fyr­ir 2014, þá mun af­kom­an samt sem áður batna ,“ seg­ir Bjarni í samtali við mbl.is.

Hann bætti því við að meginskilaboðin séu þau að skatttekjur og tryggingagjöld eru að hækka enn frekar en gert var ráð fyrir. Án skuldaaðgerðanna hefði stefnt í afgang á fjárlögum upp á 60 milljarða en fjárlög gerðu ráð fyrir eins milljarða afgangi.