Tekjur Bank of America féllu um 19,4% milli fjórðunga. Þetta kemur fram í uppgjöri bankans. Lítið hefur verið að gera í útlánamálum félagsins og voru vaxtatekjur bankans því umtalsvert lægri en á fyrsta ársfjórðungi þessa árs.

Greiningaraðilar höfðu spáð 33 senta hagnaði á hlut. Hagnaðurinn fór aftur á móti fram úr þessum spám og nam 37 sentum á hlut. Alls voru vaxtatekjur bankans 9,2 milljarðar dollara, sem er 12% lægra en í seinasta fjórðungsuppgjöri.

Bankar á vesturlöndum hafa þurft að ráðast í miklar sparnaðaraðgerðir í kjölfar efnahagshrunsins. Lágvaxtastefna erlendra seðlabanka hefur einnig valdið því tekjumöguleikar banka hafa minnkað. Óvíst er að stýrivextir verði hækkaðir í náinni framtíð.

Tekjur annara Bandarískra banka féllu minna. Tekjur JPMorgan Chase, féllu um 1,6%, Wells Fargo um 3,5% og Citigroup um 14%. Hlutabréf í Bank of America hafa lækkað um tæp 20% frá áramótum.