Á blaðamannafundi sem Landsbankinn hélt nú í hádeginu, þar sem Bjögólfur Guðmundsson kynnti fyrir frétta- og blaðamönnum viðamikla sýningu sem sett hefur verið upp í tilefni af 120 ára afmæli Landsbankans, lét Björgólfur þau ummæli falla að árið 2003 hafi verið fyrsta árið þar sem pólitísk öfl réðu ekki lengur sögu bankastarfsemi á Íslandi.

,,Gaman er að geta þess að árið 2006 voru umsvif bankanna í fyrsta skipti meiri en umfang sjávarútvegsins í efnahagssögu landsins. Árið 2006 voru tekjur íslensku bankanna meiri af erlendri starfsemi en innlendri í fyrsta skipti í sögunni,? sagði Björgólfur.