*

föstudagur, 21. janúar 2022
Innlent 18. september 2021 10:22

Tekjur BL drógust saman um 15%

Afkoma bifreiðasölunnar BL var neikvæð um 111 milljónir króna á síðasta ári samanborið við 42 milljóna hagnað árið 2019

Ritstjórn
Erna Gísladóttir er forstjóri og aðaleigandi BL.
Haraldur Guðjónsson

Velta bifreiðasölunnar BL dróst saman um tæp 15% á síðasta ári og nam 19,3 milljörðum króna en rekja má samdráttinn til afleiðinga faraldursins. Afkoma félagsins eftir skatta var neikvæð um 111 milljónir eftir tæplega 42 milljóna hagnað 2019. Rekstrarhagnaður eftir afskriftir (EBIT) dróst saman um rúmar 200 milljónir og nam 70 milljónum króna.

Eignir námu sjö milljörðum í árslok, skuldir 3,3 milljörðum og lækkuðu báðar stærðir um nokkur hundruð milljónir. Eigið fé var 3,7 milljarðar og því var eiginfjárhlutfall BL 52,7% í lok árs.

Á árinu 2020 störfuðu 214 starfsmenn að meðaltali hjá félaginu miðað við heilsársstörf, samanborið við 243 árið áður, og námu laun samtals 1.879 milljónum.

„Þegar COVID-19 skall á með fullum þunga á vormánuðum 2020 dróst sala saman. Til að bregðast við áhrifum faraldursins þurfti félagið að grípa til uppsagna starfsfólks auk þess að lækka starfshlutfall fjölda annarra starfsmanna. Gripið var til ýmissa annarra hagræðingaraðgerða svo sem að fresta fyrirhuguðum fjárfestingum og draga úr ýmsum rekstrarkostnaði. Félagið nýtti enn fremur úrræði stjórnvalda vegna heimsfaraldursins um frestun skattgreiðslna,“ segir í skýrslu stjórnar.

Stikkorð: BL