BM Vallá skilaði hagnaði árið 2014 sem nemur 97,6 milljónum króna. Félagið skilaði tapi árið áður sem nam 23 milljónum.

Mestu máli skiptir um mikla aukningu í tekjum milli ára, en tekjur BM Vallár jukust um þriðjung milli ára. Tekjur BM Vallá á árinu 2014 voru 3.382 milljónir króna en voru 2.177 milljónir árið áður. Tekjur félagsins aukast því um tæpan þriðjung.

Rekstrarhagnaður félagins jókst í 238 milljónir úr 83 milljónum árið áður, en þetta er tæplega þreföldun rekstrarhagnaðar. Hrein eign félagsins í árslok 2014 nam um 508 milljónum króna.

Félagið ætlar ekki að greiða arð til hluthafa vegna rekstrarársins 2015.