Hagnaður gagnaversfyrirtækisins Borealis Data Center ehf. dróst saman um 87% milli ára og nam 1,5 milljónum dala, eða um 207 milljónum króna í fyrra samanborið við 11,2 milljónir dala árið áður.
Tekjur Borealis drógust saman um 36% milli ára, úr 47,6 milljónum dala í 30,6 milljónir dala, eða sem nemur 4,2 milljörðum króna.
„Samdrátturinn er tímabundinn og stafar að mestu leyti af umbreytingu á starfsemi og aðstöðu til að styðja við vinnslu gervigreindarverkefna (AI) og ofurtölva (HPC),“ segir í skýrslu stjórnar í ársreikningi félagsins.
Borealis rekur fyrir gagnver á Blönduósi, í Reykjanesbæ og Reykjavík. Fjórða gagnaverið bættist við í fyrra þegar gengið var frá kaupum á gagnaveri í Kajaani í Norður-Finnlandi.
Lykiltölur / Borealis Data Center
2023 |
6.573 |
3.583 |
1.544 |
10.208 |
4.280 |
23 |
Tryggðu sér 18 milljarða fjármögnun í ár
Eignir Borealis voru bókfærðar á 87,6 milljónir dala eða um 12 milljarða króna í árslok 2024. Eigið fé var um 23 milljónir dala eða 3,2 milljarðar króna.
Core Infrastruture III Sarl, félag í eigu franska fjárfestingasjóðsins Vauban Infrastructure partners, keypti 92,18% hlut í Borealis árið 2021. Björn Brynjúlfsson, forstjóri Borealis, fer fyrir félögin Impulse ehf og D23 ehf sem eiga samtals 7,82% hlut.
Borealis tryggði sér snemma á þessu ári heildarfjármögnun að fjárhæð 148 milljónir dala, eða um 18 milljarða króna á núverandi gengi krónunnar, til að styðja við stefnumótandi stækkun starfseminnar á Íslandi og í Finnlandi. Fjármögnunarpakkinn samanstendur af 135 milljóna dala langtímaláni og 13 milljónum dala í yfirdráttarheimild og virðisaukaskattslínu.
„Þessi fjármögnun styður við stefnu Borealis um að stækka rekstur sinn og laða að viðskiptavini á sviði gervigreindar og ofurtölva með vistvænum og afkastamiklum gagnaversinnviðum,“ segir í skýrslu stjórnar. Fjármunirnir verða notaðir til að stækka núverandi gagnaversvæði félagsins á Íslandi og í Finnlandi og auka þannig getu þeirra til að sinna krefjandi verkefnum sem byggja á endurnýjanlegri orku.
Samningurinn markar tímamót í vexti Borealis Data Center og endurspeglar áframhaldandi traust meirihlutaeigandans, Vauban Infrastructure Partners, á framtíðarsýn og langtímauppbyggingu félagsins.“
Í september 2024 var greint frá samstarfsverkefni Borealis við Modularity, bandarísks félags sem sérhæfir sig í þróun neðansjávar fjarskipta- og gagnastrengja, um lagningu neðansjávar fjarskiptasæstrengja frá Bandaríkjunum til Íslands og svo streng frá Íslandi til Evrópu.