Tekjur Hillary og Bill Clinton námu að minnsta kosti um fjórum milljörðum króna, 30 milljónir dala, á síðustu 16 mánuðum. Tekjurnar hafa numið um 125 milljónum dala frá árinu 2001, eða 16 milljörðum króna.

Tekjurnar eru aðallega vegna ræðuhalda fyrir stórfyrirtæki, banka og samtök. Þetta kemur fram á vef Wall Street Journal. Í upplýsingunum kemur einnig fram að tekjur Hillary af bók sinni Hard Choices voru yfir 5 milljónir dala á tímabilinu.

Upplýsingarnar byggja á gögnum sem hjónin skiluðu alríkiskjörstjórninni í gær.Tekjurnar gera Hillary Clinton einn af efnuðustu frambjóðendunum fyrir forsetakosningarnar sem fara fram á næsta ári.

New York Times telur að þetta geti valdið Hillary erfiðleikum þar sem hún hefur ítrekað talað um tekjuójöfnuð í bandarísku samfélagi á undanförnum árum og skipað sér í flokk með hinum venjulega Bandaríkjamanni.

Bill Clinton rukkar að staðaldri 250 þúsund dali, um 32,5 milljónir króna, fyrir hverja ræðu sem hann flytur. Hillary rukkar litlu minna, 235.000 dali, eða 30,5 miljónir