Tekj­ur banda­ríska drykkjar­fram­leiðand­ans Coca-Cola voru minni á öðrum árs­fjórðungi en áætlan­ir gerðu ráð fyr­ir. Sal­an jókst í Asíu en dróst saman í Norður-Am­er­íku, Evr­ópu og Suður-Am­er­íku. Þessu greinir Bloomberg frá.

Tekj­ur fyr­ir­tæk­is­ins á öðrum árs­fjórðungi voru 12,6 millj­arðar Banda­ríkja­dala sem er 1,4% minna en á sama árs­fjórðungi í fyrra. Salan náði heldur ekki að standast spá um 12,8 milljarða dollara.

Sala jókst í Asíu, aðallega í Kína og á Indlandi eða um 8%. Í Norður-Am­er­íku voru það ávaxta­saf­ar fyr­ir­tæk­is­ins og Diet Coke sem ollu því að sal­an var ekki jafn góð og vænt­ing­ar höfðu staðið til.

Vonbrigði urðu vegna þess að engin sölu aukning varð í Norður Ameríku þrátt fyrir stærðarinnar markaðsherferð út af heimsmeistarakeppninni í fótbolta og „njóttu coke með..." herferð.