Tekjur Costco árið 2013 voru 105 milljarðar bandaríkjadala. Til samanburðar var verðmæti allrar vörur og þjónustu sem öll íslensk fyrirtæki, einstaklingar og opinberar stofnanir framleiddu eða veittu samanlagt að jafnvirði 14,6 milljarða bandaríkjadala sama ár. Tekjur Costco voru því um 7,5 sinnum meiri en landsframleiðsla Íslands í fyrra

Þá eru heildareignir verslunarrisans meira en þrefalt verðmætari en gjaldeyrisvaraforði þjóðarinnar. Heildareignir Costco voru um 30 milljarðar bandaríkjadala en gjaldeyrisvaraforði Seðlabankans var að jafnvirði 9 milljarða bandaríkjadala í fyrra.

Gætu haft hálfa þjóðina í vinnu

Starfsmenn Costco eru 186.000 talsins. Íslendingar eru 325.671. Ef svo bæri undir gæti Costco því haft um sex af hverjum tíu Íslendingum í vinnu hjá sér.

Heildarframleiðsla íslensks landbúnaðar á kinda-, nauta-, hrossa-, svína-, og alifuglakjöti var tæp 30.000 tonn árið 2013. Costco seldi hinsvegar rúm 48.000 tonn af nautahakki sama ár. Costco selur um 70.000 heilgrillaða kjúklinga á hverjum degi. Verslunarkeðjan selur einnig líkkistur .

Allar flugvélar, skip, bátar, vinnuvélar, hús, bílar og iðnaðarvélar íslensku þjóðarinnar notuðu um 667.000.000 lítra af eldsneyti í fyrra. Costco seldi sama ár 6.056.656.000 lítra af eldsneyti, eða nífalt meira en Íslendingar notuðu samanlagt það ár.

Costco opnaði fyrstu verslunina i Seattle í Washington fylki í Bandaríkjunum þann 15. september 1983.