*

mánudagur, 23. september 2019
Innlent 19. ágúst 2019 16:05

Tekjur drógust saman um 14%

Neikvæður viðsnúningur varð á rekstri Kopar á síðasta ári um 22 milljónir.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Veitingastaðurinn Kopar tapaði 4 milljónum króna samanborið við 18 milljóna hagnað árið áður. Tekjur fyrirtækisins námu 280 milljónum og drógust saman um 14% frá fyrra ári. EBITDA nam 3,5 milljónum og dróst saman um 28 milljónir milli ára. 

Eignir námu 58 milljónum í lok árs og lækkuðu um 18 milljónir milli ára. Eigið fé var 38,5 milljónir í lok árs og eiginfjárhlutfall var 66% í lok árs.