Útgerðafélagið HB Grandi hagnaðist um 8,1 milljón evra á þriðja ársfjórðungi þessa árs eða því sem nemur rúmlega milljarði íslenskra króna. Þetta kemur fram í uppgjöri félagsins sem birt var fyrir skömmu. Til samanburðar var hagnaður félagsins á sama tíma í fyrra 11,6 milljónir evra.

Tekjur félagsins námu 49 milljónum evra á fjórðungnum og drógust saman um 20% frá sama tíma í fyrra. EBITDA fjórðungsins nam 13,4 milljónum evra og lækkaði um 4,9 milljónir milli ára.

Tekjur félagsins námu 149 milljónum evra á fyrstu níu mánuðum ársins á meðan hagnaður var 11,2 milljónir evra.

Heildareignir félagsins námu 533,4 milljónir evra í lok september 2018. Þar af voru fastafjármunir 445,0 milljónir evra  og veltufjármunir 88,4 milljónir evra . Eigið fé nam 258,7 milljónum evra og eiginfjárhlutfall í lok september var 48,5%, en var 51,6% í lok árs 2017. Heildarskuldir félagsins voru í septemberlok 274,7 milljónir evra.

Í skipastól félagsins voru í septemberlok átta skip. Verið er að skoða sölu á frystitogaranum Þerney sem er í smíðum á Spáni. Á fyrstu níu mánuðum ársins 2018 varafli skipa félagsins 36 þúsund tonn af botnfiski og 97 þúsund tonn af uppsjávarfiski.