Facebook birti í gær uppgjör fyrir þriðja ársfjórðung en tekjur og hagnaður félagsins var ofar væntingum. Reuters greinir frá.

Virkir mánaðarlegir notendur voru 1,55 milljarðar og jukust um 14% frá fyrra ári. Auglýsingatekjur Facebook jukust um 45,4% frá fyrra ári og voru 4,3 milljarðar bandaríkjadala, eða um 558 milljarðar króna.

Heildartekjur félagins voru 4,5 milljarðar dala, eða 584 milljarðar króna en greiningaraðilar höfðu gert ráð fyrir 4,37 milljörðum dala í tekjur. Tekjur félagsins á sama fjórðungi í fyrra voru 3,2 milljarðar dala.

Hlutabréf í félaginu hækkuðu um 5% við tilkynninguna og hafa aldrei verið hærri.