*

mánudagur, 2. ágúst 2021
Innlent 17. febrúar 2006 09:53

Tekjur Flögu Group jukust um 31% á síðasta ár

90 milljóna króna tap af rekstri

Ritstjórn

Tekjur Flögu Group hf. á síðasta ári námu 34,7 milljónum milljónum bandaríkjadala og vöxtur miðað við fyrra ár var 31%, þar af innri vöxtur 14%. Tap eftir skipulagsbreytingar nam 90 milljónum króna eða 1,4 milljón bandaríkjadala á árinu í samanburði við 70 þúsund bandaríkjadala hagnað árið 2004.

Hagnaður fyrir afskriftir, skatta og fjármagnsliði, EBITDA framlegð fyrir sérgreindan kostnað vegna skipulagsbreytinga nam 2,7 milljónum bandaríkjadala á árinu 2005 eða 8% og að frádregnum kostnaði færðum með reglulegum liðum að upphæð 400 þúsund dala var EBITDA framlegð 2005 3,1 milljón dala eða 9%. Til samanburðar var EBITDA framlegð ársins 2004 765 þúsund dala eða 3%.

EBITDA framlegð eftir skipulagsbreytingar var 668 þúsund dala eða 2%.

Tekjur Flögu Group námu 9 milljónum dala á fjórða ársfjórðungi sem er nýtt sölumet á fjórðungi og innri vöxtur var 4% miðað við sama tímabil fyrra árs.

EBITDA framlegð fyrir kostnað vegna skipulagsbreytinga hjá Medcare sem voru kynntar nýlega var 1,1 milljón dala á fjórðungnum eða 12%. Frekari kostnaður vegna skipulagsbreytinga nam 400 þúsund dölum en er færður með reglulegum gjöldum í samræmi við reikningsskilastaðla. EBITDA framlegð að frádregnum þessum kostnaði var 1,5 milljón dala á fjórðungnum eða 16%. Til samanburðar var EBITDA framlegð á fjórða fjórðungi 2004 781 þúsund dalir eða 9%.

EBITDA framlegð eftir kostnað vegna skipulagsbreytinga var neikvæð um 986 þúsund dali á fjórðungnum.

Tap eftir skipulagsbreytingar nam 1,2 milljónum dala á fjórðungnum í samanburði við 325 þúsund dala hagnað á sama tímabili ársins 2004.