Tekjur ársins 2006 voru 32,5 milljónir Bandaríkjadala eða 2,2, milljarðar króna en voru 34,7 milljónir dala á sama tímabili 2005, sem er lækkun upp á 2,2 milljónir dala eða 7%. Heildarframlegð var 59% en var 61% á síðasta ári, sem er tilkomið vegna afskrifta birgða og varahluta vegna endurskipulagningar vörulínu félagsins.

EBITDA-framlegð ársins 2006 eftir kostnað vegna skipulagsbreytinga nam 1 milljón dala. EBITDA fyrir kostnað vegna skipulagsbreytinga og kostnað vegna skörunar starfsfólks (267 og 376 þúsund dala hvort um sig) var jákvæð um 1,6 milljón dala eða 5%. Til samanburðar nam EBITDA-framlegð fyrir kostnað vegna skipulagsbreytinga 2,7 milljónum USD eða 8% fyrir sama tímabil á fyrra ári. Lægri framlegð má að fullu rekja til samdráttar í tekjum, þar sem kostnaður er í samræmi við áætlanir og fyrri tilkynningar.

Tap eftir skatta árið 2006 nam 690 þúsund USD en var 1,4 milljónir USD árið 2005.

Heildareignir í árslok 2006 námu 62,1 milljón USD, eða hækkun um 369 þúsund USD frá ársbyrjun.