Hagnaður bandaríska bankans Goldman Sachs dróst saman um 21% á fyrsta ársfjórðungi 2011 samanborið við sama ársfjórðung í fyrra. Tekjur af viðskiptum minnkuðu og þá drógust tekjur einnig saman vegna 1,64 milljarða arðgreiðslu til Berhshire Hathaway, félags Warrens Buffets.

Afkoma félagsins var þó umfram spár markaðsaðila. Hagnaður félagsins nam 2,74 milljörðum dala á fyrsta ársfjórðungi. Búist var við að hagnaður á hlut yrði um 81 cent á hlut. Raunin varð 1.56 dollarar á hlut. Financial Times fjallar um uppgjörið í dag.

Lloyd Blankfein, forstjóri bankans, sagðist sáttur með afkomuna. Hann sagði efnahagslífið vera að taka við sér sem komi sér vel fyrir bankann.