Ferðaskrifstofan Heimsferðir skilaði 25 milljóna króna hagnaði á árinu 2012 samkvæmt ársreikningi félagsins. Það er nokkuð lakari niðurstaða en árið áður þegar félagið skilaði tæplega 45 milljóna króna hagnaði.

Alls námu tekjur Heimsferða 3,2 milljörðum króna á árinu. Það er rúmlega einum milljarði hærri tekjur en árið 2011 þegar rekstrartekjur Heimsferða námu tæplega 2,2 milljörðum. Eigið fé Heimsferða nam 216 milljónum króna í lok árs 2012.

100 milljónir króna voru greiddar út í arð á árinu til móðurfélagsins Primera Travel Group sem er í eigu Andra Más Ingólfssonar. 21 starfsmaður starfaði hjá félaginu á síðasta ári.