Íslenskir læknar voru með hærri heildartekjur en læknar á hinum Norðurlöndunum árið 2013. Þetta kemur fram í nýrri samantekt Alþýðusambands Íslands (ASÍ)

Þegar heildartekjurnar eru skoðaðar kemur í ljós að heildartekjur íslenskra lækna eftir skatta og leiðrétt fyrir verðlagi voru hærri en tekjur starfsbræðra þeirra í Svíþjóð, Danmörku, Noregi og Finnlandi árið 2013. Þegar tekjurnar eru hins vegar óleiðréttar fyrir verðlagi eru tekjurnar hærri á hinum Norðurlöndunum að undanskildri Svíþjóð.

„Samkvæmt þessu er vandséð að upphrópanir um yfirvofandi landflótta læknastéttarinnar eigi rót að rekja til launakjara. Mun líklegra er að flóttann megi rekja til vinnuaðstöðu og hættuna á því að þekking þeirra úreldist við það að nota gömul lækningatæki og eldri tegundir af lyfjum við lyflækningar

Ekki skal þó dregið úr líkunum á því að viðvarandi stöðugleiki á hinum Norðurlöndunum, lægri vextir og öflugra velferðarkerfi virki sem segull á lækna eins og annað launafólk enda hafa um 20 þúsund Íslendingar valið að flytjast búferlum til Norðurlandanna á síðustu árum. Vandinn er hins vegar að nýgerður kjarasamningur lækna, og sá kostnaðarauki sem verður í heilbrigðiskerfinu, er líklegri til að færa þá fjær lausn á þessum vanda en nær og því stendur heilbrigðiskerfið veikar að vígi en áður en ekki betur,“ segir í samantekt ASÍ.

© Aðsend mynd (AÐSEND)