Skatttekjur ríkisins af einstaklingum jókst um 20,5% á fyrstu 10 mánuðum ársins frá sama tímabili árið 2015, að því er fram kemur í skýrslu fjármálaráðuneytisin s.

Námu heildarskattgreiðslur þeirra 122,2 milljörðum króna, en þetta gerist þrátt fyrir lækkun á skatthlutfalli í 1. og 2. þrepi í byrjun ársins. Á sama tíma greiddi ríkissjóður tæplega 200 milljarða í afborganir af skuldum eins og Viðskiptablaðið hefur áður greint frá .

Má rekja aukninguna til almennra launahækkana og hás atvinnustigs að því er fram kemur í skýrslu fjármálaráðuneytisins um greiðsluafkomu ríkisins.

Tekjuskattur lögaðila lækkaði hins vegar

Tekjuskattur lögaðila lækkaði hins vegar um 18,7% frá fyrra ári og námu tekjur ríkisins af honum 35,5 milljörðum króna, sem er 17,5% undir áætlun.

Fjármagnstekjuskattur skilaði ríkissjóði 32,4 milljörðum króna sem var 11,1% umfram áætlun og eignarskattar námu 7,1 milljarði króna, en þar af skiluðu stimpilgjöld 3,8 milljörðum króna, og erfðafjárskattur 2,5 milljarði króna.

Eignarskattarnir jukust um tæplega 8% milli ára en þeir voru 21,5% umfram áætlun.