Tekjur kanadíska fyrirtækisins Victhom þrefölduðust á fjórða ársfjórðungi í fyrra og tap af rekstri félagsins dróst saman um 35%, segir í tilkynningu frá félaginu, sem er samstarfsaðili Össurar.

Samstarfsverkefni Victhom og Össurar, rafknúna gervihnéð Power Knee, fékk verðlaun sem besta nýjung ársins 2005 í flokki tækniframfara á heilbrigðissviði. Verðlaunin eru veitt af vísindatímaritinu Popular Science.

Tap Victhom á fjórða ársfjórðungi í fyrra nam 1,6 milljónum Bandaríkjadala, samanborið við 2,5 milljónir Bandaríkjadala á sama tíma árið áður. Tekjur á tímabilinu jukust í 1,5 milljónir Bandaríkjadala úr rúmlega 396 þúsund dölum.

Victhom segir að tekjuaukninguna megi að miklu leyti rekja til samstarfs félagsins við Össur