Rekstrartekjur Kögunar hf. jukust um 12.485 milljónir króna sem er hækkun um 253 % frá árinu 2004. Þetta kemur fram í afkomutilkynningu félagsins í Kauphöllina. EBITDA er 1.425 milljónir króna eða 8,2% af tekjum. EBITDA hugbúnaðarhluta samstæðunnar er 17,3% sem er umfram áætlun. Velta og afkoma vélbúnaðarhluta samstæðunnar voru undir væntingum.

Hagnaður fyrir skatta er 790 milljónir króna. Hagnaður eftir skatta er 636 mkr. sem er aukning um 40% frá árinu 2004. Hagnaður á hverja krónu hlutafjár er 3,35 kr. Í ofangreindum samanburði mynda fleiri fyrirtæki Kögunarsamstæðuna en árið 2004.