Tekjur danska leikfangaframleiðandans Lego hafa aldrei verið hærri heldur en í fyrra, er þær námu 5,8 milljörðum dollara og jukust um 6%. Hagnaður fyrirtækisins jókst sömuleiðis um 3% á milli ára og nam rúmlega 1,2 milljörðum dollara.

Eru Harry Potter og lögreglu Lego leikföng sögð leika lykilhlutverk í þessari velgengni, en mikil eftirspurn var eftir þessum tilteknu leikföngum frá Lego.

Með þessu hefur Lego styrkt stöðu sína sem stærsti leikfangaframleiðandi heims, en leikfangaframleiðendur hafa átt á brattann að sækja vegna þess að börn eru í sífellt mæli farin að nýta sér stafræna möguleika í leik.