Marel býst við því að tekjur fyrirtækisins í ár muni lækka um 6-8% frá fyrra ári. Þetta kemur fram í ársfjórðungsuppgjöri fyrir þriðja fjórðung. Tekjur á fyrstu níu mánuðum ársins voru 7,9% lægri en á sama tímabili í fyrra. Tekjur á þriðja fjórðungi lækkuðu um 4,5% miðað við þriðja fjórðung í fyrra. Hagnaður Marel nam tæpum sex milljónum evra á fjórðungnum, jafnvirði rúmra 700 milljóna íslenskra króna. Til samanburðar nam hagnaður Marel á sama tíma í fyrra 8,4 milljónum evra. Þessu samkvæmt dróst hagnaðurinn saman um 29% á milli ára.

Rekstrarhagnaður (EBITDA) á þriðja fjórðungi var 19,5 milljónir evra, eða 3,2 milljarðar króna, en var rétt tæpar 20,5 milljónir evra, tæpir 3,4 milljarðar króna, í fyrra.

Uppgjörið hafði ekki áhrif á gengi hlutabréfa í Marel strax við opnun markaða í morgun.