Tekjur Marelssamstæðunnar af kjarnastarfsemi námu 136,1 milljón evra á öðrum ársfjórðungi og  jukust um 27% á milli ára. Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði (EBIT - leiðrétt fyrir einskiptiskostnaði) var 15,1 milljón evra, eða 11,1% af tekjum. EBIT-markmið Marels hljóðar upp á 10-12% af veltu fyrir árið í heild en félagið hefur náð þessu markmið tvo ársfjórðunga í röð.

Hagnaður var 0,1 milljón evra á fjórðungnum samanborið við 17,3 milljónir evra á sama tíma í fyrra.

Pantanabókin stækkar

Markaðsaðstæður hafa farið batnandi að mati forsvarsmanna Marels og hefur stærri pöntunum farið fjölgandi. Í lok fjórðungsins stóð pantanabókin í 125,3 milljónum evra. Námu nýjar pantanir 149,4 milljónum evra á öðrum ársfjórðungi samanborið við 126,8 milljónum evra fyrir ári. Þetta var sjötti ársfjórðungurinn í röð sem nýjar pantanir eru umfram afgreiddar pantanir.