Millistéttin í Bandaríkjunum hækkar talsvert í tekjum á milli ára. Miðgildi tekna hjá fjölskyldu hækkar um 5,2% Það hækkaði úr 53 þúsund dollurum árið 2014 upp í tæplega 57 þúsund dollara árið 2015. Þessi hækkun er sú mesta í prósentum frá því að mælingar hófust á sjöunda áratungnum. Washington Post fjallar ítarlega um málið.

Hlutfall fátækra lækkar einnig um 1,2% á sama tíma og er það mest lækkun sem hefur átt sér stað á síðan 1968. Fjöldi Bandaríkjamanna sem að voru án sjúkdómatryggingar féll einnig um 1,3% niður í 9,1% á árinu 2015. Þetta kemur fram í gögnum bandarísku hagstofunnar.

Jákvæðar blikur á lofti

Það var samspil ólíkra þátta sem að höfðu þessi jákvæðu áhrif. Þar á meðal hélst verðbólga lág, laun voru hærri, sérstaklega hjá þeim láglaunuðu og vinnumarkaðurinn í Bandaríkjunum virðist hafa tekið vel við sér.

Hér er hægt að nálgast skýrslu um tekjur og fátækt í Bandaríkjunum, sem var gefin út af bandarísku hagstofunni.