Hagnaður af rekstri Nýherja í öðrum ársfjórðungi nam 20,6 mkr eftir skatta samanborið við 11,5 mkr hagnað í sama ársfjórðungi á síðasta ári. Hagnaður félagsins fyrir fjármagnsgjöld og afskriftir í ársfjórðungnum - EBITDA - var 36,4 mkr borið saman við 30,1 mkr í sama fjórðungi árið áður. Rekstrartekjur fjórðungsins námu 1.372,6 mkr en voru 1.101,6 mkr í sama ársfjórðungi árið áður og hækkuðu því um 25%. Vörusala jókst um 17% og þjónustutekjur jukust um 54% á milli fjórðunga. Tekjur Nýherja jukust um 271 mkr eða 25% frá ársfjórðungnum árið áður. Tekjur af fyrri árshelmingi eru 470 mkr hærri en árið áður sem er 20% aukning.


Hlutfall EBITDA af veltu í fjórðungnum var 4,4% samanborið við 4,8% á sama tímabili árið áður. Launakostnaður, annar rekstrarkostnaður og afskriftir hækkuðu um 9,6% frá sama tímabili árið áður en starfsmönnum samstæðunnar fækkaði um 4 eða tæp 2% á milli ára. Gengistap nam 6,0 mkr samanborið við 0,6 mkr gengistap á sama tímabili árið áður. Tap af rekstri dótturfélaga nam 2,3 mkr samanborið við 9,3 mkr tap fyrir sama tímabil í fyrra.