Samkvæmt óendurskoðuðu og ókönnuðu árshlutauppgjöri Kópavogsbæjar fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2012 eru heildartekjur heldur hærri en áætlað hafði verið sem og rekstrargjöld, sem hækka þó ekki eins mikið og tekjurnar.

Tilkynnt var um uppgjörið til Kauphallar í gær en í tilkynningu segir að það sé notað innanhúss til að athuga hvernig rekstrarkostnaður hefur þróast.

Rekstrarniðurstaða A-hluta var neikvæð um 232 milljónir króna. Samkvæmt áætlun var gert ráð fyrir að niðurstaðan yrði neikvæð um 153 milljónir. Rekstrarniðurstaða A og B hluta var neikvæð um 386 milljónir áætlun gerði ráð fyrir neikvæðri stöðu um 153 miljónir.

Árshlutauppgjör Kópavogsbæjar .