Ársfundur Seðlabanka Íslands 2011
Ársfundur Seðlabanka Íslands 2011
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)
Tekjur ríkissjóðs á fyrstu fimm mánuðum ársins drógust saman um 2,6 milljarða króna. Á sama tíma drógust gjöldin saman um 13,1 milljarð milli ára. Er það betri niðurstaða en gert var ráð fyrir í áætlun, en þá var gert ráð fyrir að handbært fé frá rekstri yrði neikvætt um 30,5 milljarða. Handbært fé frá rekstri var neikvætt um 21,7 milljarða.

Fjármálaráðuneytið birti greiðsluafkomu ríkissjóðs á tímabilinu janúar til maí í gær.

Innheimtar tekjur ríkissjóðs námu 172,5 milljörðum á fyrstu fimm mánuðum ársins og eru það 1,5% minni tekjur en skiluðu sér á sama tíma í fyrra. Innheimtar tekjur voru þó meiri en áætlun fjárlaga gerði ráð fyrir, eða 1,3 milljarðar króna meiri, og stafar það einkum af meiri innborgunum á fjármagnstekjuskatti en reiknað var með.

Greiðsluafkoma ríkissjóðs.