Það verður fjörugur Viðskiptaþáttur á Útvarpi Sögu nú kl. 16 en þá verður fjallað um tekjur Íslendinga, olíumarkaðina og nýleg verðlaun Microsofts til íslensks fyrirtækis. Fyrsti gestur þáttarins er Friðrik Sigurðsson, forstjóri Tölvumynda, en eitt af dótturfélögum þeirra Maritech var að vinna til verðlauna á heimsráðstefnu Microsoft.

Að því loknu verður tekin púlsinn á olíumarkaðinum með aðstoð sérfræðings okkar Magnúsar Ágeirssonar innkaupastjóra eldsneytis hjá Olíufélaginu.

Í lok þáttarins kemur síðan Jón G. Hauksson, ritstjóri Frjálsrar verslunar, í heimsókn en hið árlega tekjublað þeirra verður til umræðu en þeim er heimilt að selja það til næsta föstudags.