Heildarskuldir ríkissjóðs námu 1.811 milljörðum króna í lok fyrsta ársfjórðungs þessa árs sem samsvarar 69,5% af áætlaðri landsframleiðslu ársins. Tekjuafkoma hins opinbera reyndist jákvæð um 17,6 milljarða króna á fyrsta ársfjórðungi 2017 sem nemur 3,1% af landsframleiðslu ársfjórðungsins. Á sama tíma var tekjuafkoma hins opinbera jákvæð um 370,7 milljarða en sú tekjuafkoma skýrist af stöðugleikaframlagi í ríkissjóð frá slitabúum fallinna fjármálafyrirtækja sem nam 384,3 milljörðum króna. Án þeirra hefði hún verið neikvæð um 13,6 milljarða króna á þessu tímabili í fyrra.

Heildartekjur hins opinbera án stöðugleikaframlagsins jukust um 13,6% milli fyrsta ársfjórðungs 2016 og 2017. Sú tekjuaukning skýrist aðallega af auknum skatttekjum og tekjum af arði. Heildarútgjöld hins opinbera jukust um 0,1% á sama tímabili, þar af jukust launaútgjöld um 9,% en tilfærsluútgjöld önnur en fjárframlög drógust saman um 61,6%. Samneysla hins opinbera jókst að raungildi um 1,8% á fyrsta ársfjórðungi 2017 samanborið við 0,8% á sama ársfjórðungi.

Hrein peningaleg eign ríkissjóð, þ.e. peningalegar eignir umfram skuldir, var neikvæð um 658 milljarða króna í lok ársfjórðungsins, en það samsvarar 25,3% af áætlaðri landsframleiðslu ársins. Hrein peningaleg eign ársfjórðungs. Hægt er að kynna sér betur stöðu fjármála hins opinbera á fyrsta ársfjórðungi hér.

Skuldir ríkisins fyrsti
Skuldir ríkisins fyrsti